nýtt / áhugavert
Lengri Betri Ferðir
(Long term stay)
Með samstarfsaðilum okkar erlendis – bjóðum við aðgang að leiguhúsnæði – íbúðum eða einbýlishúsum til lengri tíma – og eftir atvikum flug, bílaleigubíl og aðgang að golfvöllum eða annarri afþreyingu. Umsjónarmaður er Agnar Hansson: agnar@betriferdir.is
Varsjá Júní 2023

upplýsingar um borgir / Golfvelli
Haustferð
Á slóðir Churchills - Ferð til Lúnduna og nágrennis
Aðventuferð til Berlínar
í lok nóv og byrjun Desember
Einhver eftirsóttasta ferðamannaborgin í Evrópu með sína viðamiklu sögu.
Nánar:
Fáar borgir í Evrópu hafa risið eins í hæstu hæðir og dýpstu lægðir eins og Berlín. Saga þýsku konunganna og keisaranna er samfelld saga glæsileika, sem felst í fögrum byggingum, einstökum söfnum, listum, menningu og mikilli auðlegð.
Fyrri aðventuferðin er 27 nóv - 1 des og hin síðari er 4 - 8 des.
Flogið með PLAY. Við komu bíður rúta og ekur farþegum á hótelið ParkInn við Alexanderplatz, sem er vel staðsett hótel í hjarta borgarinnar. Þar í kring er allt sem hugurinn girnist, góð veitingahús, merkileg og glæsileg kennileiti og markverðar byggingar frá ýmsum tímabilum sögunnar sem og allar helstu verslanir borgarinnar. Strax við komu á hótel er farið í smá vettvangskönnun um næsta nágrenni og farþegum bent á ýmislegt spennandi.
Næsta morgun er farið í skoðunarferð um borgina í fjórar klukkustundir og margt áhugavert skoðað svo sem stjórnsýsluhverfið, Potsdamer Platz, Kurfürstendamm, Ólympíuþorpið, gyðingahverfið, múrinn og að þekktustu landamærastöð kalda stríðsins „Check Point Charlie“. Síðdegið frjálst.
Þriðji dagurinn er frjáls, en um kvöldið verður farið sameiginlega út að borða í „þýskan jólamat”, gæs með eplum, rauðkáli og öllu tilheyrandi.
Um morguninn á fjórða degi er farið í gönguferð og komið við á einum þekktasta og fallegasta jólamarkaði borgarinnar. Farþegar fræðast um þýskt jólahald og venjur. Síðan er farið um hulduheima Austur-Berlínar á slóðir Stasi, Kalda stríðsins o.fl. Mjög fróðleg og spennandi ferð.
Á lokadegi er brottför r frá hóteli kl. 10.00 og flogið heim með PLAY.

Nýjung:
Ítalía og Tyrkland
Höfum bætt við nýjum og spennandi áfangastöðum bæði á Ítalíu og Tyrklandi.
Virkilega flottir og áhugaverðir áfangastaðir fyrir ævintýragjarna golfara eða þá sem langar að breyta eitthvað til