top of page

Við hjá Betri Ferðum höfum áratuga reynslu af skipulagninu hópaferða og fararstjórn til fjölda borga víða í Evrópu.  Hægt er að óska eftir fararstjórn og skipulagning hópaferða til margra borga í Evrópu þar sem mikil þekking og reynsla er af fjölda borga um alla Evrópu, t.a.m. á Ítalíu, Spáni, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Skotlandi, Englandi, Tékklandi og Ungverjalandi

2 opnar ferðir eru til sölu nú  a) Ferð á slóðir Winston Churchill í haust og b) aðventuferð til Berlínar í Desember. 

Hægt er að hafa samand vegna borgarferða á tölvupóstfangið lilja@betriferdir.is eða í síma 664 0631

Berlin

BERLIN

Berlín er einhver eftirsóttasta ferðamannaborgin í Evrópu eftir að hafa losnað úr fjötrum kúgunar. 

Fáar borgir í Evrópu hafa risið  eins í hæstu hæðir og dýpstu lægðir eins og Berlín.  Saga þýsku konunganna og keisaranna var samfelld saga glæsileika. 

budapest-pictures-bridge-night.jpg

BUDAPEST

Budapest er ein stórkostlegasta borg Evrópu.

Á 19 öld naut hún auðlegðar, frama og ljóma vegna stöðu sinnar innan ungverska-austrríska ríkjasambandsins.  Glæsilegar byggingar, lega borgarinnar við Dóna, tónlistin sem svífur yfir vötnum er eitt af mörgu sem gerir Budapest að ævintýraborg, sem lætur engan ósnortinn.

Alicante-borg.jpg

ALICANTE

Alicante er ein af þeim borgum, sem leynir virkilega á sér, því hún er bæði falleg og áhugaverð.

Saga borgarinnar nær 3-4000 ár aftur í tímann og í dag má sjá margar minjar í söfnum úti og inni frá tímum Rómverja og jafnvel lengra aftur í sögunni.  Í Alicante eru fjölmargir frábærir veitingastaðir, fín hotel, stór og falleg höfn að ekki gleymdri sand- og sólarströndinni.

Heidelberg Borg.jpg

HEIDELBERG

Fáar borgir eru eins yndislegar og Heidelberg. 

Það tekur aðeins 40 mínútur að aka frá flugvellinum í Frankfurt.  Lega borgarinnar er dásamleg á hæðum við ána Neckar.  Heidelberg er ein elsta borg Þýskalands með elsta háskólann.    Heidelberg kastalinn gnæfir yfir borgina og er tákn borgarinnar. 

Big Ben

LONDON

Skiplögð hefur verið Haustferð á slóðir Churchill, dagana 11 – 14 október, 2019  í samvinnu við Churchillklúbbinn á Íslandi. 

 

Skoðað verður m.a. Blenheimhöllin, Breska þingið, Churchill War Rooms og Chartwell. 

Kr. 139.900.- pr mann í tvíbýli.   

 

Upplýsingar veitir lilja@betriferdir.is   S.6640631

Prague borg.jpg

PRAG

Prag er ein af fáum borgum, sem ekki varð fyrir neinum loftárásum í seinni heimsstyrjöldinni og getur því státað af sínum fögru byggingum og götumynd frá upphafi. 

Kastalahverfið í borginni er sérlega fallegt og spennandi að skoða og ganga síðan yfir Karlsbrúna yfir Moldá og inn í gamla bæinn, sem er einstaklega skemmtilegur.

Edinburgh borg.jpg

EDINBORG

Edinborg er að sögn Karls Bretaprins fallegasta borg Bretlands.

Viðamikil saga borgarinnar, sem var miðpunktur sjálfstæðis-baráttu Skota og örlagasaga Maríu Stúart. Kastalinn er magnaður og margt sem prýðir borgina.

Brighton-aerial.jpg

BRIGHTON

Brighton við Ermarsundið með sjarmerandi bryggju og skemmtilegri sandströnd hefur oft verið talin sumpart ítölsk með þröngum götum, sem gaman er að rölta um. 

Afbragðs veitingastaðir og verslanir, nánast allt það sama og London, bara í smækkaðri mynd.

Warsaw, Poland.jpg

VARSJÁ

Vinsældir Varsjá eru stöðugt að aukast.  Borgin er einstaklega falleg og spennandi.

 

Nánar:

Gamli bærinn í Varsjá var byggður upp frá grunni eftir seinni heimsstyrjöldina og er unun að sjá hversu vel það hefur tekist.   Fjölmörg söfn eru í borginni og má nefna Chopin safnið sem er einstaklega fróðlegt og  söfn tengd uppreisninni í Gettóinu 1943 og uppreisninni í Varsjá 1944.  Varsjá er ódýr borg og þar er fjöldi skemmtilegra og girnilegra veitingastaða. 

Paris

PARÍS

París er heimsins höfuðborg ástar og rómantíkur.

Söfnin í París eru á heims-mælikvarða, matarmenningar mikil og fjöldi fagurra bygginga auk aðdráttarafls Signu og sérstöðu hverfanna. Enginn verður samur og jafn eftir dvöl í borginni.  

Dublin.jpg

DUBLIN

Dublin er yndisleg, iðandi af mannlífi og tónlist. 

 

Margvísleg söfn eru í Dublin ásamt kastölum og kirkjum með sögu ásamt bjór og wiskey söfnum Guinnes og Jameson ásamt mörgum frábærum veitingahúsum. 

Verona borg.jpg

VERONA

Verona er ein af mörgum yndislegum borgum Ítalíu.

Í Verona er saga í hverju fótmáli, fallegar byggingar, falleg torg og síðast en ekki síst hin stórkostlega Verona Arena frá tímum Rómverja þar sem tónleikar eru haldnir utan dyra allt sumarið.  Þá gerðist hin hjartnæma saga Romeo og Júlíu og húsið hennar og svalir eru á sínum stað. 

bottom of page