top of page

Aðventuferð til Berlínar

Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir

Aðventuferðir á vegum Félags eldri borgara, nóv- des  2023 Fararstjóri Lilja Hilmarsd

Frábært verð  kr .... pr mann í tvíbýli

Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlin.  Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni.  Elsta jólahefð í heimi jólamarkaðarnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur.

26.nóv  Flogið frá Keflavík til Berlínar með PLAY. Við komu bíður hópferðabifreið og flytur farþega á hotel Park Inn  sem er eins vel staðsett eins og nokkurt hotel getur verið í Berlín. Park Inn er á miðju Alexanderplatz og þar er einn af þekktari jólamörkuðum borgarinnar sem og allar helstu verslanir Berlínar.  Afbragðs veitingahús eru allt um kring sem og krár og knæpur.  Eftir að farþegar hafa komið sér fyrir á hóteli þá er stuttur göngutúr um nærumhverfi hótelsins með fararstjóra, Lilju Hilmarsdóttur.  Kvöldið frjálst.

27.nóv Eftir morgunverð er lagt af stað í 4 klukkustunda skoðunarferð um Berlín þar sem  mark-verðustu staðir eru skoðaðir. Við kynnumst stórveldistíma Berlínar eftir sameiningu þýsku ríkjanna undir stjórn Bismarcks, fyrri heimsstyrjöldinni, Weimar lýðveldinu, uppgangi Nasismans, seinni heimsstyrjöldinni, kalda stríðinu, múrnum og  sameiningu Berlínar og falli múrsins 1989…Svona mætti lengi telja.  Við ökum fram hjá kennileitum tengdum hinni viðamiklu sögu Berlínar eins og Potsdamer Platz, Kurfürstendamm, gyðingahverfinu, Brandenburger hliðinu o.s.frv.  Um kvöldið er farið sameiginlega út að borða á skemmtilegum veitingastað í vestur hluta Berlínar.

28.nóv  Árla morguns er í boði fyrir þá sem vilja ferð til  jólaborgarinnar, sem og einnar glæsilegustu Barokk borgar landsins hinnar ægifögru Dresden.   Ökuferðin tekur rúmlega 90 mínútur og ekið í gegnum Brandenburg héraðið og fræðst betur um land og þjóð á leiðinni.  Í Dresden er elsti jólamarkaður sem vitað er um frá árinu 1434  og er staðsettur á gamla torginu við Frúarkirkjuna frægu, sem eyðilagðist í harmleiknum 1945.  Verður ógleymanleg ferð og komið til baka ca kl 19:00. 

29.nov  Eftir að farþegar hafa notið morgunverðar er í boði að fara í áhugaverða gönguferð á slóðir Stasi og fleira spennandi.  Síðdegið frjálst.  Um kvöldið förum við saman á ekta þýskan stað með þríréttaðan jólamat að hætti Þjóðvera og  með dynjandi þýskum slögurum.  Einstaklega skemmtilegt.

30.nov  Flogið heim um hádegi með PLAY til Íslands. 

Nánari dagskrá birt síðar.

Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir. 

Flogið með PLAY

26.nóv - 30.nov  / 10.des - 14.des
  • Facebook Basic Black
bottom of page