Aðventuferð til Berlínar

Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir

Verð frá 114.800 kr

5
dagar
LÝSING:

Verð frá 114.800 kr.           Aukagjald fyrir einbýli 35.000 kr.

 

Sjaldan er Berlín jafn falleg og í jólafötunum, fallegar skreytingar eru út um alla borg og jólasöngvar óma í kirkjum og tónleikahúsum. Jólamarkaðarnir eru út um alla borg sem og jólavín (Glühwein), Lebkuchen hunangskökur og alls konar varningur í anda jólanna.  Það er mikið úrval jólatónleika á þessum tíma og er tilvalið að skoða það nánar t.d. í Berlínar Philharmoníunni og eins í Konzerthaus. 

Flogið út kl. 07.40 til Berlínar fimmtudaginn 2. desember með Icelandair. Við komu bíður rúta og ekur farþegum á hótelið en gist er á Leonardo Royal Alexanderplatz, sem er vel staðsett hótel í hjarta borgarinnar.  Þar í kring er allt sem hugurinn girnist, góð veitingahús, merkileg og glæsileg kennileiti og markverðar byggingar frá ýmsum tímabilum sögunnar sem og allar helstu verslanir borgarinnar.  Strax við komu á hótel er farið í smá vettvangskönnun um næsta nágrenni og farþegum bent á ýmislegt spennandi. 

Næsta morgun föstudag 3. des kl. 10.00 er farið í skoðunarferð um borgina í fjórar klukkustundir og margt áhugavert skoðað svo sem stjórnsýsluhverfið, Potsdamer Platz, Kurfürstendamm, Ólympíuþorpið, gyðingahverfið, múrinn og að þekktustu landamærastöð kalda stríðsins „Check Point Charlie“.  Síðdegið frjálst. 

Laugardagur 4. desember frjáls dagur í borginni en um kvöldið verður farið sameiginlega út að borða í „þýskan jólamat”, gæs með eplum, rauðkáli og öllu tilheyrandi.

Næsta morgun sunndag 5. desember er farið í gönguferð og komið við á einum þekktasta og fallegasta jólamarkaði borgarinnar.  Farþegar fræðast um þýskt jólahald og venjur.  Síðan er farið um hulduheima Austur-Berlínar á slóðir Stasi, Kalda stríðsins o.fl.  Mjög fróðleg og spennandi ferð.

Mánudagur 6. desember.  Brottför frá hóteli kl. 10.00 og flug með Icelandair kl 13:05-15:40   

INNIFALIÐ Í VERÐI:

 • Flug með Icelandair til Berlín og 23 kg taska

 • Gisting í fjórar nætur á Leonardo Royal Alexanderplatz.

 • Morgunverður

 • Gönguferð á jólamarkaði

 • Akstur til og frá flugvelli

 • Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið í verði:

Skoðunarferð um borgina 4 klst. – 5800 kr. Bóka þarf þessa ferð fyrirfram.  Jólamamatur – 40 € og greiðist þegar út er komið.

Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilinn réttur að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

FARANGURSHEIMILD OG SÆTISBÓKANIR:

Innifalið í verði er ein 20 kg taska.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. EF farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau.

2/12/21-6/12/21
 
DAGSKRÁ:

2. des:

 • Flogið úr kl 07:40

 • Vettvangskönnun um næsta nágrenni hótels

 

3. des:

 • Skoðunarferð um borgina

 • Síðdegið frjálst

 

4. des:

 • Frjáls dagur í borginni

 • Sameginlegur kvöldverður - "þýskur jólamatur"

5. des:

 • Gönguferð um borgina

 • Seinna farið um hulduheima Austur-Berlínar

 

6. des:

 • Brottför frá hóteli kl 10:00

 • Facebook Basic Black
1/2