Betri Ferðir - um okkur
Björn Eysteinsson og Lilja Hilmarsdóttir
Hafið samband í síma
896 2245
eða
664 0631
Ferðaskrifstofan Betri Ferðir ehf er í eigu Björns Eysteinssonar.
Frábær þjónusta og góð verð eru einkunnarorð Betri Ferða. Borgarferðir hafa bæst við golfferðirnar og Betri Ferðir munu áfram leggja áherslu á að þjónusta bæði smá og stóra hópa.
Björn Eysteinsson:
hefur skipulagt golfferðir og starfað sem fararstjóri í meira en 14 ár og allan þann tíma hefur Björn lagt ofur áherslu á góða þjónustu og traust í samskiptum.
Lilja Hilmarsdóttir:
Hefur gengið til liðs við Betri Ferðir og mun fyrst og fremst veita fyrirtækjum og hópum þjónustu með borgarferðir og byggja þar á sinni áratuga reynslu af skipulagningu borgarferða og fararstjórn. Lilja þekkir margar borgir í Evrópu af eigin reynslu og mun bjóða fyrsta flokks þjónustu líkt og hún er þekkt fyrir.
Hópar.
Betri Ferðir munu bjóða uppá sérþjónustu og gera tilboð, sem hægt er að sníða að þörfum hvers og eins, hvort sem eru borgar- eða golfferðir til fjölmargra staða í Evrópu.
Nýjungar í golfferðum.
Í lengri golfferðum höfum við hjá Betri Ferðum oft bætt inní menningarferðum eða viðburðum (fótbolti, tónleikar, bridgemót o.fl.)
Almennir skilmálar og staðfestingargjald:
Staðfestingargjald, sem er mishátt eftir tegund og lengd ferðar, skal greiða við pöntun ferðar.
Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt 2 vikum eftir greiðslu þess eða innan 8 vikna fyrir brottför, sama hvort er fjær brottför.