top of page

LA FINCA GOLF RESORT

SPÁNN - ALICANTE
Lýsing:

LA FINCA GOLF RESORT

La Finca Golf Resort er í 40 mín akstursfjarlægð frá Alicante og býður uppá 5* hótel & spa og tvo frábæra golfvelli – La Finca 18 holu Championship golfvöll og Villamartin 18 holu vinsælan golfvöll í Orihuela Costa uþb 20 mín fjarlægð.

 

La Finca hótelið er með glæsilegum og rúmgóðum herbergjum og skemmtilegu útsýni yfir sundlaugargarðinn og golfvallarsvæðið. Þar er boðið uppá 3 veitingastaði og í næsta nágrenni eru auk þess nokkrir frábærir veitingastaðir. La Finca hefur síðustu 3 árin hlotið verðlaunin: “Spain’s Best Golf Hotel’
 

Með nýjum samningi við La Finca Golf Resort getum við boðið okkar farþegum frábært pakkaverð í janúar og febrúar 2024 – allt frá einni uppí 6 vikur.

 

Verð pr mann fyrir gistingu m/morgunverði og golf alla daga… frá 158.000 pr mann í tvíbýli í 7 daga.

Allir geta pantað og keypt flugið sjálf og akstur til og frá flugvelli, en við getum bætt slíku við pakkaverðið – allt eftir óskum hvers og eins.


Björn í bjorne@betriferdir.is eða 8962245 veitir frekari upplýsingar.

  • Facebook Basic Black
bottom of page