top of page

VILLAITANA

SPÁNN - COSTA BLANCA

Verð frá: 219.000 kr.

7
dagar
Lýsing:

La Manga Golf Resort

 

Er rétt fyrir sunnan Murcia niður við strönd á tanga á milli Miðjarðarhafsins og Mar Menor. La Manga  er þekkt um alla Evrópu fyrir sína 3 frábæru 18 holu golfvelli (Norður-, Suður- og Vesturvöll)og sitt frábæra 5* hótel.   Mörg fræg golfmót hafa verið haldin þar s.l. 30-40 ár, á meðan svæðið hefur byggst upp.  

 

Einnig er þarna í boði, par 3 golfvöllur (par 47) og frábær æfingaaðstaða.  Klúbbhúsið er í nokkurra mínútna göngufæri frá 5* Hótel Principe Felipe. 

Margir frægir hönnuðir hafa komið nálægt gerð golfvallanna á La Manga og má nefna m.a. Robert Putman, Arnold Palmer og Dave Thomas.   Flestir sem spila á La Manga lýsa svæðinu sem golfparadís. 

   

Gist er á Hótel Principe Felipe, sem er fallegt 5* hótel staðsett rétt við Norður-völlinn. Gríðarlega vel innréttuð og falleg hótelherbergi, sem öll eru með svölum og útsýni yfir golfsvæðið og 5* lúxus á hverjum fermetra. Veitingaaðstaða er margþætt og m.a. hægt að velja kvöldmat á veitingastöðum á svæðinu + á hótelinu þar sem líka  morgunverðarhlaðborðið er stórkostlegt. Þjónustan á svæðinu og á hótelinu er til mikillar fyrirmyndar.  Á hótelinu er PianoBar með lifandi tónlist marga daga vikunnar.   

Nánari upplýsingar um hótelið má finna á heimasíðu La Manga:  

www.lamangaclub.com

 

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  • Flug og 23 kg taska

  • Gisting 

  • Morgunverður og kvöldmatur

  • Green fee

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið í verði:

Skoðunarferðir og bóka þarf það fyrirfram. 

FARANGURSHEIMILD OG SÆTISBÓKANIR:

Innifalið í verði er ein 20 kg taska eða golffarangur.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. Ef farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau.

14/10/19-21/10/19
 
DAGSKRÁ:

14. okt:

  • Flogið úr kl 07:40

  • Facebook Basic Black
bottom of page