Sumarferð til Varsjár
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Sumarferð til Varsjá á vegum Félags eldri borgara, 21.-25 júní 2023 Fararstjóri Lilja Hilmarsd
Varsjá dagana 21.- 25. júní
Í júní ætla FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir að bjóða upp á einstaklega skemmtilega,fróðlega og spennandi fimm daga ferð til Varsjár. Vinsældir Varsjár hafa aukist enda borgin glæsileg, hreinleg, með áhugaverða sögu, ódýrar verslanir, söfn og merkilegar byggingar og mörg afbragðs veitingahús á alþjóðlegan mælikvarða.
Meðal annars verður farið í mjög spennandi og fróðlega gönguferð um elsta hluta borgarinnar þar sem helstu byggingar og kennileiti eru skoðuð og farið yfir sögu og hremmingar, sem borgin hefur farið í gegnum. Einnig verður farið í Lazienki garðinn á útitónleika þar sem spiluð verða verk eftir Chopin, þjóðartónskáld Pólverja og margt annað áhugavert gert.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Lengd ferðar: 4 nátta ferð
Dagsetningar: 21. – 25. júní, 2023
Verð: 159.500 kr. á mann í tvíbýli en 208.700 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Innifalið í pakkaverði: Flug með sköttum til og frá Varsjá með
Wizzair, innritaður farangur (10kg á mann), lítill handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan þig (40x30x20 cm), akstur til og frá flugvelli í Varsjá, gisting á 4*hóteli í 4 nætur á einum besta stað í Varsjá með morgunverði, skoðunarferð um borgina í 4 klukkustundir, gönguferðir í nágrenni hótelsins og um elsta hluta borgarinnar, heimsókn í Lazienki garðinn og útitónleikar,Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið og valkvætt: Hádegis- og kvöldverðir, koðunarferð til Praga á degi 4