top of page

OLIVA NOVA

SPÁNN - COSTA BLANCA
Lýsing:

Oliva Nova Golf Resort

Hótelið.


Hótel Oliva Nova 4* er sannkallað lúxushótel með 242 stórum herbergjum, sem upphaflega voru litlar íbúðir, en eru seld sem herbergi í dag.  Öll með svölum, sem snúa ýmist útað golfvellinum eða útyfir fallega Miðjarðarhafsströndina, sem er í 3ja mín göngufæri.    Hótelgarðurinn er fallegur með sundlaug og veitingastaðir og barir eru mjög flottir. Á hótelinu er líkamsrækt og SPA með sundlaug, nuddpottum, gufuböðum og alls kyns heilsumeðferð er í boði.   

​​

Golfvöllurinn.
Severino Ballesteros hannaði golfvöllinn, sem er par 72 og liggur hann nánast við  strönd Miðjarðarhafsins og er mjög þekktur og vinsæll.  Mörg stórmót hafa verið haldin á Oliva Nova golfvellinum, bæði spænsk og alþjóðleg og hafa t.d. sum Evrópsku áskorendamótin verið haldin þar.  Gott æfingasvæði er á Oliva Nova, t.d. 5 holu par 3 völlur, driving range, púttflatir og sandgryfjur fyrir æfingar.

Nánari upplýsingar má finna á:   www.olivanova.com

Auk golfsins er stutt á stöndina og til Oliva, Gandia og Valencia.  

INNIFALIÐ Í VERÐI, sem miðast við gengi Evru 31.maí, 2021.

  • Flug og 23 kg taska og golfpoki

  • Gisting 

  • Morgunverður og kvöldmatur

  • Golf

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið í verði:

Skoðunarferðir og bóka þarf það fyrirfram. 

FARANGURSHEIMILD OG SÆTISBÓKANIR:
20 kg ferðataska og handfarangur samkv skilgreiningu PLAY  ásamt golfpoka er innifalið.
Frekari upplýsingar veitir Björn,  8962245
  • Facebook Basic Black
bottom of page