top of page
Greek Villa

Lengri Betri Ferðir

Það hefur komið í ljós hin síðar ár að við Íslendingar búum við eitt öflugasta lífeyriskerfi í heiminum.  Þetta hefur leitt  til þess að þorri Íslendinga mun að afloknu ævistarfi eiga lífeyrisréttindi sem gefa fólki  kost á lífstíl sem áður hefði þótt óhugsandi. Samhliða þessu er töluverður fjöldi sem safnað hefur umtalsverðri inneign í viðbótarlífeyri þannig að þeir einstaklingar/hjón/sambúðarfólk geta mögulega valið að minnka við sig vinnu eða hætta alveg 5 – 10 árum fyrir löggiltan ellilífeyrisaldur

.

Dágóður hluti „fólks á besta aldri“ vill njóta lífsins og geta ferðast og skoðað nýja staði eða búa um skemmri eða lengri tíma í öðru umhverfi t.d. umvafinn sólargeislum á Spáni eða annars staðar. Að mörgu leyti er meira frelsi fólgið í því að leigja fremur en að kaupa hvort sem þú velur að fara á sama stað að ári eða prófar eitthvað nýtt.

Til að mæta þessari eftirspurn bjóðum við hjá Betri Ferðum nýjan klæðskerasaumaðan valkost – Lengri Betri Ferðir – fyrir þá ferðalanga sem hafa hug á að dvelja lengur erlendis en gengur og gerist í hefðbundnari ferðum.

Ferðir af þessu toga hafa notið mikilla vinsælda á hinum Norðurlöndunum um margra ára skeið en ekki enn verið í boði hérlendis.

Þannig munum við með samstarfsaðilum okkar erlendis – bjóða viðskiptavinum aðgang að leiguhúsnæði – íbúðum eða einbýlishúsum – og eftir atvikum flug, bílaleigubíl og aðgang að golfvöllum eða annarri afþreyingu.

 

Í fyrstu atrennu horfum við til suð-austur Spánar – suður af Alicante og niður til Cartagena. Þarna skín sólin allt árið um kring! Við hjálpum viðskiptavinum okkar að tengjast ábyrgum leigusölum, sem bjóða fullbúið húsnæði með þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Allt leiguhúsnæði sem samstarfsaðilar okkar útvega er í umsjón tilgreindra aðila (e. Key-Holders) sem hafa það hlutverk að aðstoða leigjendur eftir þörfum og eru til staðar í öllum neyðartilfellum.

Í héraðinu eru fjölmörg lítil þorp og bæir þar sem komast má í tengsl við spænska menningu, finna góða veitingastaði o.fl.  Bæði Murcia, sem stundum er kölluð best geymda leyndarmál Spánar, og ekki síður Cartagena eru sögufrægar menningarborgir sem gaman er að heimsækja og skoða í skemmri eða lengri tíma. Þarna eru fallegar baðstrendur og margvísleg önnur dægradvöl í boði.  

Við munum útvega viðskiptavinum okkar upplýsingar um verslanir og þjónustu á svæðinu þ.m.t. heilbrigðisþjónustu s.s. sjúkrahús, einkareknar læknastofur, tannlækna o.s.frv.

Þarna er fjöldi golfvalla og afgirt svæði (e. Gated Resort) með öryggisvörslu og nauðsynlegri þjónustu, verslun, matsölustöðum, ýmis konar íþróttasvæðum og merktum gönguleiðum o.fl. 

Við munum aðstoða þá sem vilja spila golf en alla jafna er hagstæðast að verða meðlimur í nálægum klúbbi og fá rafrænan aðgang að golfbókunum. Slíkt ferli getur gert golfiðkun töluvert ódýrari en ella!

Lengri Betri Ferðir eru hugsaðar sem „home away from home“ þar sem maður nýtur þess að aðlagast lífinu eins og það er á hverjum stað. Kynnast aðstæðum – fara á matarmarkaðinn – elda heima og fá jafnvel gesti í heimsókn. Eða fara bara út að borða.

Lengri Betri Ferðir eru jafnan hlutfallslega ódýrari en styttri golf- eða afþreyingarferðir. En í Lengri Betri Ferðum sparar maður ekki bara pening heldur nýtur maður þess jafnframt að lifa  afslappað eins og innfæddur í núinu.  Fleiri svæði Spánar eru til skoðunar og einnig í öðrum löndum.  

 

Agnar Hansson agnar@betriferdir.is  fyrrverandi forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík mun stýra þessari deild hjá okkur í Betri Ferðum ehf.

bottom of page