top of page
Greek Villa

Lengri Betri Ferðir

Fólk á besta aldri  vill njóta lífsins og leigja fremur en að kaupa hvort sem þú velur að fara á sama stað að ári eða prófar eitthvað nýtt.

Til að mæta þessari eftirspurn bjóðum við hjá Betri Ferðum nýjan klæðskerasaumaðan valkost – Lengri Betri Ferðir .Ferðir af þessu toga hafa notið mikilla vinsælda á hinum Norðurlöndunum um margra ára skeið en ekki enn verið í boði hérlendis.

Nú getum við boðið viðskiptavinum okkar aðgang að hótelum, leiguhúsnæði – íbúðum eða einbýlishúsum – og eftir atvikum flug, bílaleigubíl og aðgang að golfvöllum eða annarri afþreyingu.

 

Við munum aðstoða þá sem vilja spila golf en alla jafna er hagstæðast að verða meðlimur í nálægum klúbbi og fá rafrænan aðgang að golfbókunum. Slíkt ferli getur gert golfiðkun töluvert ódýrari en ella!

Lengri Betri Ferðir eru hugsaðar sem „home away from home“ þar sem maður nýtur þess að aðlagast lífinu eins og það er á hverjum stað. 

Lengri Betri Ferðir eru mun ódýrari en styttri golf- eða afþreyingarferðir.  

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkra staði sem við bjóðum:

Í Valencia héraði á Spáni eru það annars vegar íbúðir á La Sella (Hotel Denia La Sella Golf Resort & Spa | 5* Official Website | Home). Íbúðirnar eru þjónustaðar af hótelinu og geta gestir keypt þar morgunverð og aðra málsverði. Við hótelið og íbúðirnar eru 3x9 holu golfvellir sem margir viðskiptavina BF þekkja mætavel.

Hins vegar er það Oliva Nova svæðið (https://www.olivanova.com/en) en þar bjóðum við gistingu í 2ja svefnherbergja íbúðum sem reknar eru af hótelinu eins og á La Sella.

Í Murcia héraði býðst gestum meðal annars að dvelja í strandbænum Los Alcazares sem stendur við Mar Menor en þar erum við í samvinnu Hótel 525 sem bæði rekur eigin íbúðir og leigir íbúðir sem staðsettar eru við Roda golfvöllinn í 5 mín fjarlægð (Hotel 525 & Roda Apartaments). Þarna eru tveir vellir – annars vegar Roda Golf (https://www.rodagolf.com/) og hins vegar La Serena (https://www.laserenagolf.es/#).

Þá getum við einnig útvegað íbúðir á nærliggjandi svæðum eins og Mar Menor Golf Resort ((https://www.mmgr.info/the-resort/) og samið við golfklúbbana UgolfIberia (https://ugolfiberia.com/) eða GNK (http://www.gnkgolf.com/). Báðir þessir klúbbar hafa nokkra golfvelli innan sinna vébanda og fyrir fólk sem vill spila golf reglulega er hagstæðast að verða meðlimur í klúbbnum en þeir bjóða ýmsa möguleika í þeim efnum.

Að lokum bjóðast íbúðir á Las Lomas/La Manga (https://www.lamangaclubresort.co.uk/) í nágrenni Cartagena en á La Manga eru 3 flottir vellir.

 

Í Portúgal eru tveir kostir í boði en það er annars vegar Quinta de Marinha í nágrenni Lissabon (https://www.villasquintadamarinha.com/en/Menu/Villas-Portugal-Holiday.aspx) og hins vegar Praia del Rey (https://www.praia-del-rey.com/en/activities-golf).  Á báðum stöðum eru fjölbreyttar tegundir íbúða í boði og glæsilegir golfvellir!

Agnar Hansson agnar@betriferdir.is  fyrrverandi forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík mun stýra þessari deild hjá okkur í Betri Ferðum ehf.

bottom of page