top of page

LA MANGA

SPÁNN - COSTA BLANCA
Lýsing:

La Manga Grand Hyatt Golf Resort

 

Er rétt fyrir sunnan Murcia niður við strönd á tanga á milli Miðjarðarhafsins og Mar Menor. La Manga  er þekkt um alla Evrópu fyrir sína 3 frábæru 18 holu golfvelli (Norður-, Suður- og Vesturvöll)og sitt frábæra 5* hótel, Hotel Principe Felipe.  La Manga hefur margoft síðustu árin hlotið verðlaun fyrir besta golfsvæði í Evrópu.  Mörg fræg golfmót hafa verið haldin þar s.l. 30-40 ár.   

 

Einnig er þarna í boði, par 3 golfvöllur (par 47). Klúbbhúsið  og æfingasvæðið er rétt við hið glæsilega 5* hótel. - 

Margir frægir hönnuðir hafa komið nálægt gerð golfvallanna á La Manga og má nefna m.a. Robert Putman, Arnold Palmer og Dave Thomas.   Flestir sem spila á La Manga lýsa svæðinu sem golfparadís. 

   

Gist verður á hinu fallega Hótel Principe Felipe, þar sem 18 holan á Norður-vellinum er staðsett inní miðjum hótelgarðinum.

Öll herbergin eru með svölum og hægt að fá herbergi með svölum gegn viðbótargjaldi sem snúa inní hótelgarðinn þar sem 18. holan á Norður-vellinum liggur fyrir neðan sundlaugarbarinn  !

Morgunverðurinn á hótelinu er stórkostlegur í alla staði.  Fjölmargir veitingastaðir eru á hótelinu og í næsta nágrenni. 

 

Nánari upplýsingar um hótelið má finna á heimasíðu La Manga:  

www.lamangaclub.com

 

  • Flug, 23 kg taska og 20 kg golfpoki

  • Gisting í 9 nætur

  • Morgunverður. 

  • Golf allan tímann.

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Íslensk fararstjórn

Skráning í ferðirnar og allar frekari upplýsingar veitir Björn... bjorne@betriferdir.is

 

  • Facebook Basic Black
bottom of page