Haustferð til Lissabon
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Haustferð til Lissabon á vegum Félags eldri borgara, 18.-22 september 2023
Fararstjóri Lilja Hilmarsd
Lissabon dagana 18.- 22. september
18.sept.
Flug með PLAY til Lissabon kl. 15.00.
Við lendingu bíður rúta eftir hópnum sem flytur alla á hotel Pestana CR 7, mjög fínt 4* hotel og gríðarlega vel staðsett.
19.sept.
Skoðunarferð um borgina hefst kl. 10.00 og stendur yfir í fjóra tíma. Farið verður vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað. Um kvöldið fara allir saman á FADO kvöld en Portúgal er heimsfrægt fyrir FADO tónlist sína. Þríréttaður kvöldverður.
20.sept.
Byrjum daginn á að fara saman í gönguferð áður en þið fáið daginn frjálsan og getið skoðað ykkur betur um og farið á eitthvert hinna fjölmörgu safna sem eru í borgina t.d. Sjóminjasafnið/siglingasafnið þar sem módel af gömlu konungabátunum frá 17 og 18 öld – og Gulbenkian safnið sem kennt er við stofnenda sinn. Þökk sé þessum ágæta manni fyrir eitt stærsta safn dýrmætra listaverka í heimi.
Kvöldið er frjálst.
21.sept
Eftir morgunverð munum við skoða hið fræga Alfama hverfi. Við notum TUK TUK farartæki þeirra í Lissabon með leiðsögn og njótum litlu torganna, garðanna og útsýnisins.
Um kvöldið förum við saman út að borða á fínum veitingastað í göngufæri frá okkar hóteli Fáum þríréttaðan mat - bjór, vatn og kaffi er innifalið - en ekki vín. Einnig innifalið fyrir þá sem vilja skoða bjórgerðarsafn, sem er í sömu húsakynnum og veitingastaðurinn.
22.sept.
Losum herbergin kl 12.00 og leggjum af stað kl. 13 með allan okkar farangur í rútuna í skemmtilega og fróðlega skoðunarferð um yndislegt landslag Portugal og á vegi okkar verður strandbærinn Cascais, hið glæsilega hérað Sintra þar sem konungar Portúgal byggðu hallir sínar m.a. litríku Sintra Pena höllina og National Palace sem við munum skoða.
Förum líka á vestasta höfða meginlands Evrópu, Copa da Roca.
Við eyðum um 5-6 klukkustundum í þessa skoðunarferð og endum út á flugvelli kl 19 og erum þá tilbúin til brottfarar.
Pakkaverð pr mann í tvíbýli er kr 167.800.-
Innifalið er: flug með PLAY með 1x20 kg tösku fyrir hvert herbergi + 1xhandfarangur pr mann (42x32x25 cm) eða bakpoka. Gisting á 4* hóteli Pestana CR7 með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Kostnaður á eins manns herbergi er kr 49.700.-
Viðbótargjald fyrir skoðunarferðir og kvöldverði í Lissabon:
a) skoðunarferðin um borgina þar sem portugalskur leiðsögumaður fer með okkur,
b) FADO sönginn og kvöldverð að hætti heimamanna,
c) aftur sameiginlegan kvöldverð í nágrenni hótelsins,
d) og skoðunarferðina þann 16 september þar sem portugalskur leiðsögumaður er líka með og aðgangur í National Palace er samtals 170 Evrur , sem greiðast þegar út er komið.