LA MANGA

SPÁNN - COSTA BLANCA
1/3

Verð kr 318.000.- 

11
dagar
Lýsing:

La Manga Golf Resort

 

Er rétt fyrir sunnan Murcia niður við strönd á tanga á milli Miðjarðarhafsins og Mar Menor. La Manga  er þekkt um alla Evrópu fyrir sína 3 frábæru 18 holu golfvelli (Norður-, Suður- og Vesturvöll)og sitt frábæra 5* hótel.  La Manga hefur margoft síðustu árin hlotið verðlaun fyrir besta golfsvæði í Evrópu.  Mörg fræg golfmót hafa verið haldin þar s.l. 30-40 ár.   

 

Einnig er þarna í boði, par 3 golfvöllur (par 47) og frábær æfingaaðstaða.  Klúbbhúsið er í nokkurra mínútna göngufæri frá 5* Hótel Principe Felipe. 

Margir frægir hönnuðir hafa komið nálægt gerð golfvallanna á La Manga og má nefna m.a. Robert Putman, Arnold Palmer og Dave Thomas.   Flestir sem spila á La Manga lýsa svæðinu sem golfparadís. 

   

Gist er á Hótel Principe Felipe, sem er fallegt 5* hótel staðsett rétt við Norður-völlinn. Gríðarlega vel innréttuð og falleg hótelherbergi, sem öll eru með svölum og útsýni yfir golfsvæðið og 5* lúxus á hverjum fermetra. Veitingaaðstaða er margþætt og m.a. hægt að velja kvöldmat á veitingastöðum á svæðinu + á hótelinu, auk þess er   morgunverðar-hlaðborðið er stórkostlegt. Þjónustan á svæðinu og á hótelinu er til mikillar fyrirmyndar.  Á hótelinu er m.a. PianoBar með lifandi tónlist marga daga vikunnar.   

Nánari upplýsingar um hótelið má finna á heimasíðu La Manga:  

www.lamangaclub.com

 

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  • Flug, 23 kg taska og 20 kg golfpoki

  • Gisting 

  • Morgunverður og kvöldmatur

  • Green fee

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Íslensk fararstjórn

11 daga golfferðir, 6-17 og 8 - 19 apríl 2020 kosta 318.000 pr mann í tvíbýli.

Flogið er með Norwegian báðar leiðir. Beint flug 6 apr kl 18:40 (lent 01:10) og heim 17.apríl kl 10:30 frá Alicante.

Skráning í ferðirnar og allar frekari upplýsingar veitir Björn... bjorne@betriferdir.is

 

6-17 og 8 - 19 apríl 2020 
Ef óskað er getum við skoðað fleiri dagsetningar.
 
  • Facebook Basic Black

Betri ferðir ehf

Hörgshlíð 2

105 Reykjavík

bjorne@betriferdir.is - sími 896 2245

og

lilja@betriferdir.is - sími 664 0631

Fylgist með okkur á facebook -

Takk fyrir að hafa samband

  • White Facebook Icon

© 2019 by BETRI FERÐIR