OLIVA NOVA

SPÁNN - COSTA BLANCA
1/9

Verð frá: 185.000 kr.

7
dagar
Lýsing:

Oliva Nova Golf Resort

Hótelið.


Hótel Oliva Nova 4* er sannkallað lúxushótel með 242 stórum herbergjum, sem upphaflega voru litlar íbúðir, en eru seld sem herbergi í dag.  Öll með svölum, sem snúa ýmist útað golfvellinum eða útyfir fallega Miðjarðarhafsströndina, sem er í 3ja mín göngufæri.    Hótelgarðurinn er fallegur með sundlaug og veitingastaðir og barir eru mjög flottir. Á hótelinu er líkamsrækt og SPA með sundlaug, nuddpottum, gufuböðum og alls kyns heilsumeðferð er í boði.   

​​

Golfvöllurinn.
Severino Ballesteros hannaði golfvöllinn, sem er par 72 og liggur hann nánast við  strönd Miðjarðarhafsins og er mjög þekktur og vinsæll.  Mörg stórmót hafa verið haldin á Oliva Nova golfvellinum, bæði spænsk og alþjóðleg og hafa t.d. sum Evrópsku áskorendamótin verið haldin þar.  Gott æfingasvæði er á Oliva Nova, t.d. 5 holu par 3 völlur, driving range, 2 púttflatir og 2 sandgryfjur fyrir æfingar.

Nánari upplýsingar má finna á:   www.olivanova.com

Í grennd við Oliva Nova er margt skemmtilegt að skoða og finna.  Ekki bara ströndina heldur næstu bæir, Oliva og Gandia,  og að sjálfsögðu Valencia, ca 45 mín akstur.   Fararstjóri getur skipulegt borgarferð til Valencia, allt eftir óskum.  Að skreppa þangað í hálfan eða heilan dag gefur golfferðinni meira gildi.
 

Þar sem meðlimir golfklúbbsins eru með forgang á rástímum 08-10:00, þá hentar Oliva Nova vel fyrir þá kylfinga sem ekki vilja hefja sinn golfleik eldsnemma að morgni og helst að láta 18 holur duga á dag, en gott samkomulag hefur náðst við eigendur hótelsins og stjórnendur golfklúbbsins að hægt er að byrja á 10.teig um kl 08:20-08:40 fyrir þá sem eru early birds. 

 

 

INNIFALIÐ Í VERÐI:

  • Flug og 23 kg taska

  • Gisting 

  • Morgunverður og kvöldmatur

  • Green fee

  • Akstur til og frá flugvelli

  • Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið í verði:

Skoðunarferðir og bóka þarf það fyrirfram. 

FARANGURSHEIMILD OG SÆTISBÓKANIR:

Innifalið í verði er ein 20 kg taska eða golffarangur.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. Ef farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau.

14/10/19-21/10/19
 
DAGSKRÁ:

Okt:

  • Flogið úr kl 07:40

  • Facebook Basic Black

Betri ferðir ehf

Hörgshlíð 2

105 Reykjavík

bjorne@betriferdir.is - sími 896 2245

og

lilja@betriferdir.is - sími 664 0631

Fylgist með okkur á facebook -

Takk fyrir að hafa samband

  • White Facebook Icon

© 2019 by BETRI FERÐIR